Sam­keppnis­eftir­litið lagði 4,2 milljarða króna stjórn­valds­sekt á Sam­skip á föstu­daginn vegna meintra sam­ráðs­brota á árunum eftir hrun en rann­sókn málsins hefur staðið yfir frá árinu 2010.

Sam­kvæmt and­mælum Sam­skipa á ætlað sam­ráð Eim­skips og Sam­skipa á árunum sér enga stoð í raun­veru­leikanum.

Horn­steinn málsins er hið svo­kallaða „NR – sam­ráð“ sem Sam­skip segir að sé til­búningur eftir­litsins frá A til Ö.

Sam­kvæmt gögnum málsins er „NR – sam­ráðið“ heiti Sam­keppnis­eftir­litsins á ætluðu ó­lög­mætu sam­ráði. Nafn­giftin er fengin með því að búa til skamm­stöfun úr „tveimur ó­líkum og alls ó­tengdum verk­efnum“ að mati Sam­skipa.

Um er að ræða verk­efnið „Nýtt upp­haf“ sem sam­kvæmt Sam­skipum má ráða af gögnum málsins að hafi verið til innan­húss hjá Eim­skip allt frá árinu 2006.

Í skjalinu er að finna hug­leiðingar Eim­skips um mögu­legar sparnaðar­að­gerðir sem fé­lagið gæti ráðist í, annað hvort innan­húss eða í sam­starfi við önnur flutninga­fyrir­tæki.

Umrædd glærukynning fannst ekki í húsleit

Sam­skip hitt verk­efnið lúta að vinnu­lagi innan stjórnar Sam­skipa og snúa að reglu­legu endur­mati rekstrar­á­ætlana.

„Vinnu­lagið nefnist „Revised bud­get“ og hefur verið, og er enn, við lýði hjá fyrir­tækinu frá því löngu fyrir rann­sóknar­tíma­bilið.“

„Sam­keppnis­eftir­litið slengir þessum tveimur verk­efnum saman til að fá skamm­stöfunina á hið meinta sam­ráð og tengir það síðan við fund for­svars­manna fé­laganna tveggja í að­draganda banka­hrunsins sumarið 2008.“

Sam­skip neitar því al­farið að Eim­skip hafi af­hent þeim glæru­kynninguna og segja að efni hennar hafi aldrei verið rætt við stjórn­endur eða annað starfs­fólk Sam­skipa.

„Engin vit­neskja var um til­vist skjalsins innan Sam­skipa fyrr en eftir birtingu and­mæla­skjals Sam­keppnis­eftir­litsins 2018,“ segir Sam­skip.

„Þrátt fyrir að um­rædd glæru­kynning hafi ekki fundist í gögnum Sam­skipa, og enginn starfs­manna fé­lagsins hafi heyrt af kynningunni fyrr en eftir birtingu and­mæla­skjals, þá vílar stofnunin ekki fyrir sér að gagn­rýna það harð­lega að stjórn­endur Sam­skipa hafi ekki upp­lýst um til­vist hennar við skýrslu­gjöf hjá stofnuninni haustið 2013. Er það í sam­ræmi við annað í fram­setningu stofnunarinnar,“ segir í andmælum Samskipa sem var skilað til Samkeppniseftirlitsins áður en niðurstaða fékkst í málið.