Áfrýjunar­dómstóll í Hollandi hefur losað hollenska olíurisann Shell úr fjötrum þess að þurfa að draga úr út­blæstri sínum í samræmi við dómsniður­stöðu frá árinu 2021.

Dómstóll í Haag í Hollandi skikkaði Shell árið 2021 til að draga út­blástur félagsins á gróður­húsa­loft­tegundum saman um 45% fyrir árið 2030, miðað við út­blástur ársins 2019.

Sjö um­hverfis­verndar­samtök, meðal annars Fri­ends of the Earth og Mili­eu­defensi­e, auk 17 þúsund ein­stak­linga, stefndu Shell árið 2019.

Shell hafði fyrir dómsniður­stöðuna sagst stefna að því að verða kol­efnis­hlut­laust árið 2050.

Áfrýjunar­dómstóllinn sem kvað upp dómsniður­stöðu sína í dag sagði að þó að Shell þyrfti enn að draga úr út­blæstri sínum þá gæti dómstóllinn ekki ákveðið hlut­fallið, en The Wall Street Journal greinir frá.

„Það er ekki nægjan­legur sam­hljómur í loft­lags­vísindum um nákvæma pró­sentutölu sem hægt er að skikka ein­stakt fyrir­tæki til að fylgja,“ segir í dóminum.

Í dómnum segir einnig að Shell sé nú þegar að draga úr kol­efnis­spori sínu.

Um­hverfis­verndar­samtökin Mili­eu­defensi­e segja dómsniður­stöðuna sláandi bak­slag en segja niður­stöðuna þó sýna að það sé þrýstingur á fyrir­tæki til að draga úr kol­efnis­spori sínu þó svo loft­lags­mark­miðin séu ekki laga­lega bindandi.