Hagnaður VÍS dróst verulega saman á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Félagið hagnaðist um 451 milljón króna en hagnaður í fyrra nam 1.094 milljónum. Fjármunatekjur námu 663 milljónum króna og lækkuðu úr 1.374 milljónum. Þóknanatekju lækkuðu á fyrri helmningi ársins þó þær hafi aukist milli fjórðunga.
VB Sjónvarp ræddi við Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, forstjóra VÍS, eftir uppgjörsfund í morgun.