Sigrún Ragna Ólafsdóttir og Jakob Bjarnason settust í stjórn kísilvers United Silicon í Helguvík í síðasta mánuði. Sigrún er fyrrverandi forstjóri VÍS og Jakob er starfsmaður LBI eignarhaldsfélagsins utan um gamla Landsbankann.
Þar voru fyrir meðal annars Auðun Helgason, fyrrverandi knattspyrnumaður og Magnús Garðarsson stærsti eigandi kísilversins.
Fréttablaðið fjallar um stjórnarskiptin og segja þeir að vegna tíðra mengunaróhappa og vandræðagangs á verksmiðjunni sé ljóst að stjórnarmennirnir nýju séu að koma inn í félagið við krefjandi aðstæður.