Sigurður Ingi Jóhanns­son, inn­viða­ráð­herra, segir að verð­bólgan yrði verri eftir tvö ár ef hlut­deildar­lánin hefðu ekki verið rýmkuð í sumar. Þörf hafi verið á innspýtingu á framboðshliðinni, en annars hefðu ein­hverjir verk­takar farið í þrot. Hann segist fullmeðvitaður um áhrifin á eftirspurnarhliðinni en segir þau aðeins til skamms tíma.

Greiningar­deild Lands­bankans og Kon­ráð S. Guð­jóns­son, aðal­hag­fræðingur Arion Banka, hafa bent á það að hlut­deildar­lánin séu að ýta undir í­búða­verð og þar af leiðandi á vísi­tölu neyslu­verðs.

„Við værum að spá tölu­vert lægri verð­bólgu­takti í janúar ef við værum ekki sjá þessa nýjustu verð­bólgu á hús­næðis­markaði,“ sagði Kon­ráð í sam­tali við Við­skipta­blaðið í gær. „Verð­bólgan myndi koma fyrr niður.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði