Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir að verðbólgan yrði verri eftir tvö ár ef hlutdeildarlánin hefðu ekki verið rýmkuð í sumar. Þörf hafi verið á innspýtingu á framboðshliðinni, en annars hefðu einhverjir verktakar farið í þrot. Hann segist fullmeðvitaður um áhrifin á eftirspurnarhliðinni en segir þau aðeins til skamms tíma.
Greiningardeild Landsbankans og Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Arion Banka, hafa bent á það að hlutdeildarlánin séu að ýta undir íbúðaverð og þar af leiðandi á vísitölu neysluverðs.
„Við værum að spá töluvert lægri verðbólgutakti í janúar ef við værum ekki sjá þessa nýjustu verðbólgu á húsnæðismarkaði,“ sagði Konráð í samtali við Viðskiptablaðið í gær. „Verðbólgan myndi koma fyrr niður.“
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði