Gengi Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,51% það sem af er degi í 327 milljón króna viðskiptum. Hlutabréf félagsins hafa hækkað mikið síðustu daga í aðdraganda birtingar uppgjörs.
Bréfin hafa hækkað um 14,6% í ágúst og 24,9% frá byrjun júlí.
Félagið mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung á morgun eftir lokun markaða.