Samkeppniseftirlitið hafnaði á dögunum beiðni Símans um að fella niður öll skilyrði um starfsemi Símans. Í ákvörðun eftirlitsins segir að ekki sé komin reynsla á þær breytingar sem urðu á fyrirkomulagi markaðarins við söluna á Mílu og að ekki hafi verið leyst úr útistandandi málum sem varða meint brot Símans gegn skilyrðunum. Þá feli heildsölusamningur Símans og Mílu og önnur tengsl fyrirtækjanna í sér áframhaldandi rík hagsmunatengsl sem bera að minnsta kosti að hluta til einkenni lóðréttrar samþættingar.

Samkeppniseftirlitið hafnaði á dögunum beiðni Símans um að fella niður öll skilyrði um starfsemi Símans. Í ákvörðun eftirlitsins segir að ekki sé komin reynsla á þær breytingar sem urðu á fyrirkomulagi markaðarins við söluna á Mílu og að ekki hafi verið leyst úr útistandandi málum sem varða meint brot Símans gegn skilyrðunum. Þá feli heildsölusamningur Símans og Mílu og önnur tengsl fyrirtækjanna í sér áframhaldandi rík hagsmunatengsl sem bera að minnsta kosti að hluta til einkenni lóðréttrar samþættingar.

„Annað hvort erum við markaðsráðandi eða ekki og ef við erum það ekki og það á að viðhalda einhverjum kvöðum, þá eiga nú bara samkeppnislög að gilda í stað þess að vera með sér kvaðir á félögum sem ekki eru markaðsráðandi. Síðan þessi lóðréttu tengsl, auðvitað eigum við áfram í viðskiptum við Mílu, eins og reyndar fleiri núna, en Míla er mjög stór birgir hjá okkur og það lá alltaf fyrir að þótt við myndum selja Mílu þá værum við ekki bara hætt að versla við félagið,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans.

Ákvörðun eftirlitsins þýði einfaldlega að Síminn hafi ekki sama athafnarfrelsi á markaði eins og keppinautar þeirra. Erfitt sé að sjá hvað þurfi til svo að eftirlitið felli niður skilyrðin að svo stöddu og það sé óljóst hvaða áhrif áframhaldandi kvaðir hafi til lengri tíma.

„Þetta er nýgert og við erum svona aðeins bara að meta stöðuna. Við vitum alla vega að við verðum áfram með þessi auknu beisli umfram okkar keppinauta á markaði þar sem við erum ekki markaðsráðandi og það er auðvitað íþyngjandi og neytendum í óhag. En hvað þessi þrákelkni þýðir nákvæmlega og til hversu langs tíma hún ræður ferð, ég kann ekki að segja til um það í dag.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út á föstudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.