Sex einstaklingar voru handteknir um helgina grunaðir um að hafa ætlað að trufla starfsemi kauphallarinnar í London. Breska lögreglan segir að aðgerðarsinnar hliðhollir Palestínu hygðust láta til skarar skríða við opnun markaða í dag.

Handtökur voru gerðar í London, Liverpool og Brighton í gær og eru allir sex einstaklingarnir enn í gæsluvarðhaldi.

Lögreglan hafði fengið ábendingar frá fréttamiðlinum Daily Express og segir að handtökurnar hafi verið mikilvægar. „Við teljum að þessi hópur hafi verið reiðubúinn til að valda stórum skemmdum sem hefði haft í för með sér alvarlegar afleiðingar.“

Meðal þeirra sem voru handteknir var 31 árs gamall karlmaður frá Liverpool, 29 ára kona frá Brent í norðurhluta London, 23 ára karlmaður frá Tower Hamlets í austurhluta London, tvær konur á aldrinum 28 og 26 ára frá Liverpool og 27 ára karlmaður frá Brighton.

Sex einstaklingar voru handteknir um helgina grunaðir um að hafa ætlað að trufla starfsemi kauphallarinnar í London. Breska lögreglan segir að aðgerðarsinnar hliðhollir Palestínu hygðust láta til skarar skríða við opnun markaða í dag.

Handtökur voru gerðar í London, Liverpool og Brighton í gær og eru allir sex einstaklingarnir enn í gæsluvarðhaldi.

Lögreglan hafði fengið ábendingar frá fréttamiðlinum Daily Express og segir að handtökurnar hafi verið mikilvægar. „Við teljum að þessi hópur hafi verið reiðubúinn til að valda stórum skemmdum sem hefði haft í för með sér alvarlegar afleiðingar.“

Meðal þeirra sem voru handteknir var 31 árs gamall karlmaður frá Liverpool, 29 ára kona frá Brent í norðurhluta London, 23 ára karlmaður frá Tower Hamlets í austurhluta London, tvær konur á aldrinum 28 og 26 ára frá Liverpool og 27 ára karlmaður frá Brighton.