Franski snyrtivörurisinn L‘Oreal hefur fest kaup á minnihluta í svissneska húðvörufyrirtækinu Galderma, en umrætt félag var metið á 1,85 milljarða dala í viðskiptunum.
L‘Oreal ákvað að kaupa hlut í húðvörufyrirtækinu þar sem félagið sá það sem tækifæri til að gera sig gildandi á enn fleiri mörkuðum innan snyrtivörugeirans.
Með viðskiptunum eignast L‘Oreal á ný hlut í Galderma, félaginu sem franski snyrtivörurisinn stofnað fyrir rúmlega fjórum áratugum ásamt Nestle.
L‘Oreal seldi hlut sinn í svissneska félaginu árið 2014. Hlutabréf Galderma voru skráð á markað fyrir um fimm mánuðum síðan í kjölfar eins stærsta frumútboðs ársins.