Sam­kvæmt spá Ís­lands­banka mun árs­verð­bólga aukast í desember en hjaðna fljótt á næsta ári. Sam­kvæmt spá greiningar­deildar bankans verður verð­bólga um 7% í mars­mánuði á næsta ári en til þess að það gerist þarf í­búða­markaður að vera ró­legur og gengi krónu stöðugra en var fram eftir hausti.

„Við spáum því að vísi­tala neyslu­verðs (VNV) hækki um 0,9% í desember frá fyrri mánuði. Gangi spá okkar eftir mun árs­verð­bólga aukast úr 8,0% í 8,3%. Við teljum þó að árs­verð­bólgan fari ekki hærra að sinni og taki að hjaðna nokkuð hratt í byrjun næsta árs. Það helsta sem vegur til hækkunar í desem­ber­mánuði er árs­tíðar­bundin hækkun flug­far­gjalda auk þess sem í­búða­verð heldur á­fram að hækka,“ segir í spá bankans.

Hag­stofa Ís­lands mun birta vísi­tölu neyslu­verðs þann 21. desember nk.

Sam­kvæmt spá Ís­lands­banka mun árs­verð­bólga aukast í desember en hjaðna fljótt á næsta ári. Sam­kvæmt spá greiningar­deildar bankans verður verð­bólga um 7% í mars­mánuði á næsta ári en til þess að það gerist þarf í­búða­markaður að vera ró­legur og gengi krónu stöðugra en var fram eftir hausti.

„Við spáum því að vísi­tala neyslu­verðs (VNV) hækki um 0,9% í desember frá fyrri mánuði. Gangi spá okkar eftir mun árs­verð­bólga aukast úr 8,0% í 8,3%. Við teljum þó að árs­verð­bólgan fari ekki hærra að sinni og taki að hjaðna nokkuð hratt í byrjun næsta árs. Það helsta sem vegur til hækkunar í desem­ber­mánuði er árs­tíðar­bundin hækkun flug­far­gjalda auk þess sem í­búða­verð heldur á­fram að hækka,“ segir í spá bankans.

Hag­stofa Ís­lands mun birta vísi­tölu neyslu­verðs þann 21. desember nk.

Hækkun flugfargjalda hefur áhrif

Það helsta sem vegur til hækkunar í desem­ber­mánuði að mati bankans er hækkun flug­far­gjalda „eins og venja er í desember.“

„Sam­kvæmt spá okkar hækka flug­far­gjöld til út­landa um 20,5% (0,41% á­hrif á VNV) þar sem um árs­tíðar­bundna hækkun er að ræða í að­draganda jóla. Það sem vegur lítil­lega á móti hækkuninni er elds­neytis­verð sem lækkar um 0,9% (-0,03% á­hrif á VNV) en verð á Brent tunnu hefur lækkað nokkuð hratt undan­farið á heims­markaði.“

Þá eru ýmsir liðir sem hækka í verði milli mánaða og má ætla að veiking krónunnar hafi þar sitt að segja. Greiningar­deildin nefnir helst matar- og drykkjar­vörur sem hækka í verði um 0,4% (0,06% á­hrif á VNV) sam­kvæmt spá bankans. Hús­gögn og heimilis­búnaður hækkar um 0,7% (0,04% á­hrif á VNV).

Það sem vegur næst­þyngst í hækkun vísi­tölunnar í mánuðinum er verð­hækkun á í­búðum að mati bankans.

„Þó að í­búða­markaður sé tals­vert heil­brigðari en hann hefur verið er þó enn tals­vert líf á honum. Í­búða­verð tók að hækka á nýjan leik á haust­mánuðum eftir ró­legt sumar og á síðustu þremur mánuðum hefur markaðs­verð í­búðar­hús­næðis, sem er mæling Hag­stofunnar á í­búða­verði, hækkað um ríf­lega 3%.“

Útsölur, íbúðaverð og krónan

Í greiningu bankans segir að árs­verð­bólga hafi hreyfst á þröngu bili frá því um mitt ár. Verð­bólga jókst lítil­lega frá fyrri mánuði í nóvember og mældist 8,0%.

„Ef þessi spá okkar fyrir desem­ber­mánuð rætist mun árs­verð­bólga aukast í 8,3% sem er hæsta mælingin frá því í júní. Við teljum þó að verð­bólga hjaðni nokkuð hratt í byrjun næsta árs.“

Í bráða­birgða­spá bankans er gert ráð fyrir:

  • Janúar 0,4% - árs­verð­bólga mælist 7,8%: Þar vegast á út­sölur og hækkun opin­berra gjalda.
  • Febrúar 0,8% - árs­verð­bólga mælist 7,2%: Út­sölu­lok helstu á­hrif hækkunar á milli mánaða.
  • Mars 0,5%-árs­verð­bólga mælist 7,1%: Út­sölu­lok teygjast fram í mars.

„Eins og sést mun árs­verð­bólga hjaðna nokkuð hratt þrátt fyrir á­fram­haldandi hækkun vísi­tölunnar. Á­stæða þess er að stórir hækkunar­mánuðir fyrri hluta þessa árs detta út úr 12 mánaða mælingunni. Í lang­tíma­spá okkar gerum við ráð fyrir að verð­bólga verði 6,3% að jafnaði árið 2024 og 3,9% árið 2025,“ segir í greiningu bankans.

Ó­vissan í spánni er tals­verð en til skemmri tíma er helsti ó­vissu­þátturinn verð­þróun á í­búða­markaði á­samt gengi krónunnar.