Stjórn Horns III slhf., stærsta einstaka hluthafa Ölgerðarinnar með 17,6% hlut sem sjálfur er að mestu í eigu lífeyrissjóða auk Landsbankans, hefur boðað til hluthafafundar þann 1. febrúar næstkomandi sem taka skuli afstöðu til tillögu stjórnarinnar um að félagið afhendi hluthöfum sínum allan eignarhlutinn í Ölgerðinni með hlutafjárlækkun. Þetta kemur fram í Kauphallartilkynningu frá Ölgerðinni.
Verði tillagan samþykkt verður sótt um undanþágu frá innköllunarskyldu til fyrirtækjaskár og mun framsal hlutareignarinnar í Ölgerðinni fara fram að fenginni þeirri undantekningu.
Akur fjárfesting – annar af stærstu hluthöfum drykkjarvöruframleiðandans sem sjálfur er að sama skapi í eigu lífeyrissjóða auk Íslandsbanka – afhenti hluthöfum sínum 1. desember síðastliðinn helming þess 12,8% hlutar sem hann þá átti.
Stærstu hluthafar Horns III
Óbeint í Ölgerðinni |
---|
3,50% |
2,64% |
1,69% |
0,99% |
0,96% |
0,81% |
0,73% |
0,73% |
0,73% |
0,59% |