HSBC Holdings kynnti nýja endur­kaupa­á­ætlun í gær í kjöl­far árs­hluta­upp­gjörs sem var mun betra en vonir stóðu til.

Hagnaður bankans jókst um 9,2% á milli ára og nam 6,13 milljörðum dala á þriggja mánaða tíma­bili. Grein­endur höfðu spáð um 5,41 milljarða dala hagnaði sam­kvæmt The Wall Street Journal.

Hreinar vaxta­tekjur lækkuðu um 17% á fjórðungnum og námu 7,64 milljörðum dala en þóknanir fjár­festinga­banka­starf­semi jukust um 4% í 3,12 milljarða dala og þjónustu­tekjur vegna verð­bréfa­við­skipta jukust um 19% í 5,3 milljarða dali.

Sam­kvæmt ný­birtri endur­kaupa­á­ætlun bankans er nú stefnt að því að bankinn kaupi eigin bréf fyrir um 3 milljarða banda­ríkja­dali fyrir árs­lok.

Hluta­bréfa­verð HSBC banka í Hong Kong hækkaði um 3,5% í gær.