HSBC Holdings kynnti nýja endurkaupaáætlun í gær í kjölfar árshlutauppgjörs sem var mun betra en vonir stóðu til.
Hagnaður bankans jókst um 9,2% á milli ára og nam 6,13 milljörðum dala á þriggja mánaða tímabili. Greinendur höfðu spáð um 5,41 milljarða dala hagnaði samkvæmt The Wall Street Journal.
Hreinar vaxtatekjur lækkuðu um 17% á fjórðungnum og námu 7,64 milljörðum dala en þóknanir fjárfestingabankastarfsemi jukust um 4% í 3,12 milljarða dala og þjónustutekjur vegna verðbréfaviðskipta jukust um 19% í 5,3 milljarða dali.
Samkvæmt nýbirtri endurkaupaáætlun bankans er nú stefnt að því að bankinn kaupi eigin bréf fyrir um 3 milljarða bandaríkjadali fyrir árslok.
Hlutabréfaverð HSBC banka í Hong Kong hækkaði um 3,5% í gær.