Áætlanir gera ráð fyrir að tekjur Ríkisútvarpsins af auglýsingasölu í samkeppni við einkarekinna miðla aukist verulega á næsta ári. Aukningin mun eiga sér stað á sama tíma og nýr þjónustusamningur RÚV og ríkisins tekur gildi en hann kveður sérstaklega um að minnka eigi umsvif stofnunarinnar á auglýsingamarkaði.

Áætlanir gera ráð fyrir að tekjur Ríkisútvarpsins af auglýsingasölu í samkeppni við einkarekinna miðla aukist verulega á næsta ári. Aukningin mun eiga sér stað á sama tíma og nýr þjónustusamningur RÚV og ríkisins tekur gildi en hann kveður sérstaklega um að minnka eigi umsvif stofnunarinnar á auglýsingamarkaði.

Stjórn Ríkisútvarpsins fjallaði meðal annars um fjárhagsáætlun ársins 2024 á fundi. Í fundargerð kemur fram að áætlanir geri ráð fyrir að tekjur af auglýsingasölu muni aukast um 17,4% á þessu ári.

Ástæðan fyrir þessum væntingum er að starfsmenn RÚV reikna með að sýningar frá stórum íþróttaviðburðum á borð viðúrslit Evrópumótsins í knattspyrnu og Ólympíuleikunum í París muni skila miklum auglýsingatekjum.

Um miklar fjárhæðir er að ræða. Árið 2022 námu tekjur af sölu auglýsinga 2,4 milljörðum króna og jukust þær úr rétt ríflega tveimur milljörðum frá árinu 2021. Ársreikningur fyrir síðasta ár hefur ekki verið birtur en í fundargerð kemur fram að tekjur af rekstri RÚV fyrstu tíu mánuði síðasta árs hefðu verið 129 milljónum yfir áætlunum. Miðað við þetta má gera ráð fyrir að auglýsingatekjur ársins 2023 hafi numið u.þ.b. 2,6 milljörðum og hækki tekjurnar um 17,4% á þessu ári þá fara þær yfir 3 milljarða.

Ítarlega er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út í morgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.