Íþróttavörurisinn Adidas hefur samið við hinn sautján ára gamla Ethan Holliday sem gerðar eru væntingar til að verði næsta ofurstjarnan í bandarísku hafnaboltadeildinni (MLB).
Reiknað er með að hann verði valinn fyrstur í næsta nýliðavali MLB en í dag spilar hann með menntaskólaliðinu High School í Oklahoma. Hann bætist þar með í hóp efnilegra táninga vestanhafs sem hafa skrifað undir ímyndarréttarsamning (NIL) við stórfyrirtæki áður en þeir öðlast kosningarétt.
Í dag leyfa 40 framhaldsskólasamtök í Bandaríkjunum nemendum sínum að skrifa undir NIL samninga en sum ríki eins og Texas, þar sem framhaldsskólafótbolta hefur verið líkt við trúarbrögð, hafa ekki enn gefið grænt ljós á slíka samninga.
Fyrirtæki vörðu 338 milljónum dollara í NIL samninga við íþróttamenn á táningsaldri á síðasta ári, aðallega háskólanema, sem er aukning frá 171 milljónum dollara frá árinu 2023.