Ráðning Þórs Sigurgeirssonar var samþykkt á fyrsta fundi ný­kjör­inn­ar bæj­ar­stjórn­ar Seltjarn­ar­nes­bæj­ar sem fór fram í gær. Þór tek­ur við af Ásgerði Hall­dórs­dótt­ur. Á fund­in­um var jafn­framt ákveðið að Ragn­hild­ur Jóns­dótt­ir muni gegna embætti for­seta bæj­ar­stjórn­ar og að Magnús Örn Guðmunds­son verði formaður bæj­ar­ráðs.

Sjálfstæðisflokkurinn náði hreinum meirihluta í kosningunum í maí, með fjóra bæjarfulltrúa af sjö.

Þór gegndi embætti bæj­ar­full­trúa Seltjarn­ar­nes­bæj­ar á ár­un­um 2006 til 2010.

Faðir Þórs var einnig bæjarstjóri

Faðir Þórs var Sigurgeir Sigurðsson. Vinstri menn á Íslandi líktu honum við Fiedel Kastró á Kúbu, svo lengi réði hann ríkjum í bænum. En grundvallar munurinn og Kastró og Sigurgeiri var sá að sá síðarnefndi þurfti bæði að sækja umboð sitt í prófkjörum og kosningum á fjögurra ára fresti. Kastró var hins vegar með her.

Sigurgeir var kjörinn í hreppsnefndina árið 1962 og var frá þeim tíma í sveitar- og bæjarstjórn Seltjarnarness í samfellt 40 ár eða allt til ársins 2002 er hann lét af embætti. Sigurgeir var varaþingmaður Reyknesinga á árunum 1980-1981 og tók nokkrum sinnum sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á þeim tíma.