Tiktok hefur opnað sitt fyrsta gangaver í Evrópu í von um að draga úr áhyggjum heimsbúa um að Kínverjar séu að njósna um notendur. Fyrirtækið segir að gögn evrópskra notenda muni nú flytjast yfir til netþjóna sem staðsettir verða í Dublin.
Eitt gagnaver verður staðsett í Dublin og áætlað er að byggja tvö önnur á Írlandi og í Noregi.
Forritið Tiktok er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance og heldur fyrirtækið því fram að það hafi aldrei afhent nein gögn til kínversku ríkisstjórnarinnar. Gagnrýnendur óttast hins vegar að ríkisstjórnin geti í raun neytt fyrirtækið til að afhenda gögn hvenær sem er.
Tiktok kallar þetta verkefni „Project Clover“ í tilefni af því mikilvæga hlutverki sem Írland gegnir. Fyrirtækið mun veita evrópskum öryggisfyrirtækjum aðgang að endurskoðun gagnaeftirlits.
Ríkisstjórnir um allan heim hafa undanfarið ár sett fjölda takmarkanir á notkun Tiktok á ríkisreknum raftækjum. Fjöldi stofnana hafa einnig bannað embættismönnum að nota forritið, þar á meðal í Bretlandi, á Evrópuþinginu og í framkvæmdastjórn ESB.
Yfirvöld hafa varað við því að kínverska ríkisstjórnin gæti notað Tiktok til að nálgast tölvupósta, tengiliði og önnur samskipti sem gætu leynst inni á símum embættismanna.