Ríkissjóður lagði út í kring um 200 milljónir króna fyrir utanlandsferðum þingheims og hálfs Stjórnarráðsins í fyrra og ætla má að heildarsumman hafi numið um 300 milljónum að starfsmönnum þeirra ráðuneyta sem upp á vantar meðtöldum. Þar af voru greiddar meira en 84 milljónir fyrir þingmennina eina og sér í hlutverkum sínum bæði sem þingmenn og ráðherrar.
Leiðrétt 20.3: Í upphaflegri útgáfu greinarinnar voru fimm þingmenn – þar af þrír ráðherrar – ranglega skráðir með erlendan ferðakostnað í fyrra:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Guðbrandur Einarsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Jón Gunnarsson.
Hið rétta er að þingið bar engan kostnað vegna utanlandsferða þeirra á árinu. Allar tölur greinarinnar hafa verið endurreiknaðar og uppfærðar því til samræmis.
Séu þessar tölur heimfærðar á allt kjörtímabilið gætu þing og Stjórnarráðið verið að ferðast fyrir vel yfir milljarð samanlagt milli þess sem þau endurnýja umboð sitt.
Sumir virðast þó hafa átt mun meira erindi út fyrir landsteinana en aðrir. Sá umsvifamesti – háttvirtur 4. Þingmaður Norðvesturkjördæmis Bjarni Jónsson fyrir Vinstri græn – ferðaðist fyrir rétt um 4,5 milljónir króna í fyrra, og er tæpum 1,3 milljónum eða heilum 40 prósentum yfir Bryndísi Haraldsdóttur í öðru sætinu með 3,2 milljónir.
Hér fyrir neðan er listi yfir þá tíu sem eyddu mest í ferðalög til útlanda. Áskrifendur geta skoðað heildarlistann hér.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.