Capital One er að vinna að yfirtöku á Discover Financial Services en um er að ræða tvö stærstu kreditkortafyrirtæki Bandaríkjanna.
Samkvæmt heimildum The Wall Street Journaler von á tilkynningu frá fyrirtækjunum síðar í dag en kaupverðið er sagt vera um 28 milljarðar Bandaríkjadala sem samsvarar um 3.862 milljörðum íslenskra króna.
Capital One mun greiða fyrir DFS að fullu með hlutabréfum í sameinaða félaginu.
Kreditkortafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa átt góðu gengi að fagna síðustu daga en neytendur eru að nota seðla í mun minna magni en áður samhliða því að kreditkortaskuldir Bandaríkjanna hafa verið að aukast.
Samkvæmt WSJ yrði markaðsvirði hins sameinaða félags um 52 milljarðar Bandaríkjadala.