MarF, aðalfjárfestingafélag Guðbjargar Matthíasdóttur, tapaði 249 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 2,4 milljarða hagnað árið áður.

Þá námu rekstrartekjur félagsins 13,4 milljörðum króna á árinu samanborið við 15,9 milljarða árið áður. Eigið fé félagins í árslok var nam 23,5 milljörðum króna, svipað og árið áður.

Félagið tvöfaldaði eign sína í skráðum hlutabréfum, úr 4,1 milljörðum króna í 8,9 milljarða. Guðbjörg hefur um langt skeið verið einn umfangsmesti fjárfestir hér á landi. Á meðal eigna Guðbjargar og fjölskyldu er hlutur í Árvakri, allt hlutafé í ÍSAM, Ora og Myllunni, hlutur í Domino's á Íslandi og fasteignir á Korputorgi.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út síðastliðinn miðvikudag, 8. nóvember.