Íslenska bílaleigan Lava Car Rental, stofnuð árið 2016, hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Bílaleigan var fyrst um sinn með 30 bíla, en bílaflotinn mun telja 600 bíla á þessu ári.
Davíð Páll Viðarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Lava, segir ánægða viðskiptavini og frábært starfsfólk lykilinn að vexti félagsins á undanförnum árum.
„Það var mikil gróska og tækifæri í ferðaþjónustunni á upphafsárum Lava. Við fengum mjög góðar umsagnir frá viðskiptavinum, sem gerði okkur kleift að allur sýnileiki um félagið á netinu varð meiri. Það skapaði fleiri bókanir og fleiri samstarfsaðila og gaf mikinn byr í seglin á þeim tíma.“
Nánar er fjallað um Lava Car Rental í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta lesið blaðið hér.