Árs­verð­bólga í Þýska­landi hefur ekki verið lægri síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Verð­bólgan mældist 4,5% í septem­ber­mánuði á árs­grund­velli sem er lækkun úr 6,1% í ágúst.

Tvö og hálft ár er síðan verð­bólgan mældist svona lág í Þýska­landi en það var sem fyrr segir í febrúar 2022 en þá var hún 4,3%.

Mat­vöru­verð hefur þó hækkað um 7,5% á árs­grund­velli í Þýska­landi á meðan orku­verð hækkaði einungis um 1%.

Neikvæður hagvöxtur og samdráttur

Kjarna­verð­bólga sem undan­skilur sveiflu­kennda sveiflu­kennda vöru­flokka í mat­væla- og orku­geiranum, féll einnig milli mánaða úr 5,5% í 4,6%.

Greiningar­fyrir­tæki í Þýska­landi spá nei­kvæðum hag­vexti í ár en ef á­ætlanir ganga eftir mun efna­hagur Þýska­lands dragast saman um 0,6% milli ára.

Veru­lega hefur hægt á efna­hags­um­svifum í landinu síðustu mánuði og eru allar líkur á að það muni halda á­fram fram að árs­lokum.