Úrvalsvísitalan hefur lækkað um meira en 5% frá opunun Kauphallarinnar í dag. Hlutabréfaverð Alvotech hefur lækkað um 8% í morgun og gengi hlutabréfa Amaroq Minerals um 11%.
Líkt og Viðskiptablaðið fjallaði um í morgun voru verulegar lækkanir á asískum hlutabréfamörkuðum í morgun. Evrópska Europe Stoxx 600 vísitalan hefur fallið um meira en 5% frá opnun markaða og framvirkir samningar tengdir helstu hlutabréfavísitölum Bandaríkjanna hafa einnig lækkað umtalsvert.
Flestöll félög aðalmarkaðar Kauphallarinnar hafa lækkað frá opnun Kauphallarinnar. Vaxtafyrirtækin á markaðnum, Amaroq Minerals, Alvotech og Oculis leiða hækkanir.
Hlutabréfaverð Amaroq stendur í 110 krónum þegar fréttin er skrifuð og hefur ekki verið lægra síðan í september síðastliðnum. Gengi Alvotech stendur í 1.050 krónum og hefur ekki verið lægra síðan í árslok 2022.