Úr­vals­vísi­talan OMXI 10 hækkaði um 5,1% í nóvember. Heildar­við­skipti með hluta­bréf í mánuðinum námu 62,5 milljörðum eða 2.839 milljónum á dag.

Mun það vera 22% hækkun frá fyrri mánuði, en í októ­ber námu við­skipti með hluta­bréf 2.336 milljónum á dag.

Milli ára drógust við­skipti saman um 27% en við­skipti í nóvember 2022 námu 3.900 milljónum á dag. Þetta kemur fram í mánaðar­yfir­liti Nas­daq Nor­dic.

Mest við­skipti í mánuðinum voru með bréf Marel, 11,8 milljarðar. Næst­mesta velta var með bréf Arion banka sem nam 7,1 milljarði. Velta með bréf Kviku banka nam 6 milljörðum, Icelandair 4,4 milljörðum og Al­vot­ech 3,4 milljörðum.

Heildar­fjöldi við­skipta með hluta­bréf í nóvember voru 7.909 talsins eða 360 að jafnaði á dag. Það er 37% hækkun frá fyrri mánuði, en í októ­ber voru við­skipti með hluta­bréf 263 að jafnaði á dag.

Milli ára dróst fjöldi við­skipta saman um 18% í nóvember 2022 voru við­skipti með hluta­bréf 441 að jafnaði á dag.

Flest við­skipti í mánuðinum voru með bréf Marel, 1.438, Icelandair Group, 1.419, Al­vot­ech, 625, Arion Banki 499 og Ís­lands­banka 453.

Á Aðal­markaði var Arion Banki með mestu hlut­deildina, 17,8%, Fossar fjár­festingar­banki með 17,4% og þar á eftir Acro Verð­bréf með 15,51%.

Í lok októ­ber voru hluta­bréf 30 fé­laga skráð á Aðal­markað og Nas­daq First North vaxtar­markaðinn á Ís­landi. Nam heildar­markaðs­virði skráðra fé­laga 2.318 milljörðum króna í lok mánaðarins, saman­borið við 2.219 milljarða í lok októ­ber.