Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur vísað frá kæru Hreyfils á hendur Samkeppniseftirlitsins (SKE) vegna bráðabirgðaákvörðunar eftirlitsins um að Hreyfli sé óheimilt að banna eða hamla leigubifreiðastjórum sem eru í þjónustu Hreyfils, að nýta sér jafnframt þjónustu annarra leigubifreiðastöðva.

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur vísað frá kæru Hreyfils á hendur Samkeppniseftirlitsins (SKE) vegna bráðabirgðaákvörðunar eftirlitsins um að Hreyfli sé óheimilt að banna eða hamla leigubifreiðastjórum sem eru í þjónustu Hreyfils, að nýta sér jafnframt þjónustu annarra leigubifreiðastöðva.

Í tilkynningu á vef SKE er vísað til úrskurðar áfrýjunarnefndarinnar þar sem segir að ákvörðunin hafi það í för með sér „að leigubifreiðastjórum sem starfa í þjónustu [Hreyfils], er í sjálfsvald sett hvernig þeir nýta sitt rekstrarleyfi meðan ákvörðunin varir“.

Áfrýjunarnefndin felldi hins vegar úr gildi fyrirmæli SKE þess efnis að Hreyfill geri nauðsynlegar breytingar á reglum og samþykktum sínum sem kveða á um banni við því að leigubifreiðastjórar í þjónustu áfrýjanda nýti sér jafnframt þjónustu annarra leigubifreiðastöðva.

Segir í úrskurðinum að slíkar breytingar séu ekki nauðsynlegar vegna þess banns sem felst í umræddri bráðabirgðaákvörðun og hafi yfirbragð endanlegrar ákvörðunar í skilningi stjórnsýslulaga. Af þeim sökum felli áfrýjunarnefndin þann hluta ákvörðunarinnar úr gildi.

SKE tilkynnti um bráðabirgðaákvörðun sína vegna „senni­legs brots Hreyfils“ gegn sam­keppnis­lögum“ í júlí síðastliðnum. Málið sneri einkum að innkomu Hopps á leigubílamarkaðinn.

„Frá því að Hopp hóf starf­semi hefur Hreyfill komið í veg fyrir að leigu­bif­reiða­stjórar sem keyra fyrir Hreyfil nýti sér þjónustu Hopp. Þá úti­lokuðu einnig reglur í sam­þykktum og stöðvar­reglum Hreyfils fé­lags­menn frá því að nýta sér aðra þjónustu á markaði, sem þeim stæði til boða,“ segir í til­kynningu sem SKE sendi frá sér í sumar.