Örn Árna­son er launa­hæsti leikari landsins sam­kvæmt Tekju­blaðinu en hann þénaði 1,531 milljón krónur á mánuði í fyrra.

Kvik­mynda­gerðar­maðurinn Baltasar Kormákur Baltasars­son er lang­efstur meðal ís­lenskra leik­stjóra með rúma eina og hálfa milljón á mánuði.

Hin marg­verð­launa Hall­dóra Geir­harðs­dóttir er síðan launa­hæsta leik­kona landsins með 1,384 milljónir króna í mánaðar­laun. Næst henni kemur Jóhanna Vig­dís Arnar­dóttir leik­kona en hún var með 1,144 milljónir kr. í mánaðar­laun. Steinunn Ó­lína Þor­steins­dóttir var þriðja launa­hæsta leik­kona landsins með 964 þúsund krónur á mánuði.

Borgar­leik­hús­stjóri þénar meira en Þjóð­leik­húss­stjóri

Magnús Geir Þórðar­son Þjóð­leik­hús­stjóri tók inn 1,330 milljónir króna á mánuði í fyrra á meðan Steinunn Þór­halls­dóttir, framkvæmdastjóri Þjóðleikhússsins var með 1,022 milljónir króna í mánaðar­laun.

Bryn­hildur Guð­jóns­dóttir, Borgar­leik­hús­stjóri, þénar meira en þau bæði með 1,476 milljónir króna í mánaðar­laun.

Atli Geir Grétars­son, leik­mynda­hönnuður, þénaði mest allra í bransanum sam­kvæmt Tekju­blaðinu en hann var með 2,310 milljónir á mánuði.

Á listanum í Tekju­blaðinu má finna fleiri þekkta leikara eins og Björn Thors, Hilmi Snæ, Völu Kristínu, Rúnar Frey og Ólaf Darra svo dæmi séu tekin.

Hægt er að kaupa Tekjublaðið hér. Að auki er blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.

  1. Atli Geir Grétarsson, leikmyndahönnuður – 2,310 - milljónir kr.
  2. Örn Árna­son, leikari 1,531- milljónir kr.
  3. Baltasar K. Baltasars­son, leik­stjóri 1,527- milljónir kr.
  4. Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri – 1,476 milljónir kr.
  5. Hall­dóra Geir­harðs­dóttir, leikari - 1,384 - milljónir kr.
  6. Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússstjóri – 1,330 milljónir kr.
  7. Frið­rik Þór Frið­riks­son, kvik­myndagerðamaður -1,156- milljónir kr.
  8. Jóhanna Vig­dís Arnar­dóttir, leik­kona 1,144- milljónir kr.
  9. Þór­hallur Sigurðs­son, leikari 1,122- milljónir kr.
  10. Eggert Þor­leifs­son, leikari 1,048 -- milljónir kr.

Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og öðrum aukastörfum og hlunnindum vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021, sem greiddur var árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Hafa verður í huga að inni í tekjunum getur líka verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignarsparnaði hjá lífeyrissjóði.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði