Friðrik Sophusson leiddi fjármálaráðuneytið í gegn um eitt mesta umbreytingarskeið íslenskrar stjórnsýslu á lýðveldistímanum á 10. áratug síðustu aldar. Þótt ýmislegt fleira hafi komið til má segja að í kjölfar umbóta Friðriks og hans samverkamanna hafi með nýju árþúsundi risið nýtt Ísland.
Einkavæðingin var hornsteinn þeirrar stefnu athafnafrelsis sem tók við af hinni alltumlykjandi flokkspólitík sem einkennt hafði stjórnsýslu og stjórnarhætti síðustu aldar og taldi sér fátt óviðkomandi.
Einstakar og margþættar aðstæður ásamt góðum undirbúningi, sannfæringu og staðfestu Friðriks og félaga gerðu þeim kleift að gera fádæma veigamiklar breytingar í víðtækri sátt, sem áttu eftir að setja mark sitt á íslenskt samfélag til frambúðar.
„Draga úr ríkisbákninu og styrkja stoðir markaðarins“
„Við töldum þessar breytingar algerlega nauðsynlegar, af pólitískum ástæðum. Annars vegar byggðu þær á hugmyndafræðilegum grunni með því að færa valdið og verkefnin frá ríkinu til markaðarins og hins vegar var þetta praktísk lausn til að losa ríkisreksturinn út úr því öngstræti sem hann var kominn í. Tilgangur einkavæðingarinnar var því hvort tveggja í senn, að draga úr ríkisbákninu og styrkja stoðir markaðarins,“ segir Friðrik meðal annars í ítarlegu viðtali við Frjálsa Verslun.
Nánar er rætt við Friðrik um einkavæðinguna í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.