Heimilislæknirinn Örn Erlendur Ingason er efstur á lista yfir launahæstu lækna og tannlækna árið 2022 en tekjur hans á síðasta ári námu um 6,7 milljónum króna á mánuði.

Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem komið er í verslanir, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur rúmlega 4.000 Íslendinga.

Örn var meðal annars læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði þegar snjóflóð féllu á Flateyri í byrjun árs 2020. Í öðru sæti er Þórður Gísli Ólafsson, yfirlæknir á Læknavaktinni, en hann var að jafnaði með 5,8 milljónir króna í mánaðarlaun árið 2022. Í fjórða sæti er Pálmi V. Jónsson öldrunarlæknir með 4,6 milljónir.

Hæst launaði tannlæknirinn, Ingólfur Árni Eldjárn, var með rúmar 3,9 milljónir króna í mánaðarlaun og er í ellefta sæti. Allir í þrjátíu efstu sætum listans voru með meira en þrjár milljónir króna í mánaðarlaun, þar af voru tíu efstu með meira en fjórar milljónir.

Tíu tekjuhæstu læknar og tannlæknar:

  1. Örn Erlendur Ingason, heimilslæknir - 6,7 milljónir króna
  2. Þórður Gísli Ólafsson, heimilislæknir & yfirlæknir - 5,8 milljónir króna
  3. Pálmi V Jónsson, öldrunarlæknir - 4,6 milljónir króna
  4. Magnús Baldvinsson, læknir - 4,6 milljónir króna
  5. Sigurgeir Már Jensson, læknir - 4,6 milljónir króna
  6. Jón H H Sen, skurðlæknir - 4,6 milljónir króna
  7. Sigfús Þór Nikulásson, lektor í meinafræði við HÍ - 4,6 milljónir króna
  8. Sigurgeir Trausti Höskuldsson, læknir - 4,4 milljónir króna
  9. Ágúst Oddsson, heimilislæknir - 4,4 milljónir króna
  10. Ásbjörn Jónsson, röntgenlæknir og dósent við HÍ - 4,3 milljónir króna

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði