Arnaldur Jón Gunnarsson, lögmaður hjá Kaupþingi, er launahæstur lögmanna. Launatekjur hans á síðasta ári námu rúmlega 6 milljónum króna á mánuði.
Í öðru sæti listans er annar lögmaður Kaupþings, Þröstur Ríkharðsson. Hann var með 5,4 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. Í þriðja sæti er svo Viðar Már Matthíasson, fyrrverandi hæstaréttardómari, með 5,4 milljónir á mánuði.
53 lögmenn eru með yfir 2 milljónir króna í launatekjur á mánuði. Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem komið er í verslanir, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga.
Tíu tekjuhæstu lögmennirnir:
- Arnaldur Jón Gunnarsson, hdl. Kaupþingi - 6 milljónir króna
- Þröstur Ríkharðsson, hrl. Kaupþingi - 5,4 milljónir
- Viðar Már Matthíasson, fv. hæstaréttardómari - 5,4 milljónir
- Árni Huldar Sveinbjörnsson, lögfr. KPMG Law - 4,1 milljón
- Egill Þorvarðarson, yfirlögfr. Air Atlanta - 3,8 milljónir
- Ársæll Hafsteinsson, hdl. AH Lögmenn, LBI - 3,6 milljónir
- Ástráður Haraldsson, dómari Héraðsd. Rvk - 3,5 milljónir
- Kristinn Hallgrímsson, hrl. Arta - 3,4 milljónir
- Halldór Halldórsson, dómstj. Héraðsd. Norðvest. - 3,3 milljónir
- Greta Baldursdóttir, fv. hæstaréttardómari - 3,1 milljón
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í morgun. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði