Hjalti Baldursson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi Bókunar, var launahæsti forstjórinn árið 2022. Mánaðartekjur hans námu 24,8 milljónum króna.

Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kemur í allar helstu verslanir landsins á morgun en blaðinu verður dreift til áskrifenda á laugardaginn.

Árið 2018 var tilkynnt um að bandaríska fyrirtækið TripAdvisor hefði fest kaup á fyrirtækinu en TripAdvisor greiddi 23 milljónir dala fyrir allt hlutafé í Bókun, þar af fyrir 45% hlut Hjalta.

Næst launahæsti forstjórinn árið 2022 er Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skel, með 20,4 milljónir króna í mánaðarlaun. Í þriðja sæti á listanum er Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp á Íslandi, með 17,5 milljónir króna.

Á fjórða tug forstjóra voru með mánaðarlaun yfir fimm milljónum á mánuði í fyrra. Af þrjátíu launahæstu forstjórunum eru aðeins fjórar konur og aðeins ein nær inn á lista yfir tíu launahæstu.

Launahæstu forstjórarnir:

  1. Hjalti Baldursson, fv. forstjóri Bókunar - 24,8 milljónir króna
  2. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skel - 20,4 milljónir króna
  3. Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp á Íslandi - 17,5 milljónir króna
  4. Brett Albert Vigelskas, frkvstj. Costco á Íslandi - 13,5 milljónir króna
  5. Jón Sigurðsson, forstjóri og stjórnarform. Stoða - 11,2 milljónir króna
  6. Grímur Karl Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins - 10,8 milljónir króna
  7. Haraldur Líndal Pétursson, frkvstj. Johan Rönning - 10,6 milljónir króna
  8. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstj. Kerecis - 9,3 milljónir króna
  9. Herdís Dröfn Fjeldsted, fv. forstjóri Valitor - 8,6 milljónir króna
  10. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels - 8,6 milljónir króna

Hægt er að kaupa Tekjublaðið í forsölu hér. Að auki verður blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði