Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, var með tæplega 4,5 milljónir í tekjur árið 2022. Í öðru sæti er Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, með ríflega 4,1 milljón og Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, er í þriðja sætinu með 4 milljónir. Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar.

Runólfur tók við forstjórastöðunni á Landspítalanum í mars á síðasta ári. Hörður hefur gegnt forstjórastöðunni hjá Landsvirkjun frá byrjun árs 2010 og Jóhannes Svavar hefur verið framkvæmdastjóri Strætó frá 2015.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er í 17. sæti listans með 2,3 milljónir króna á mánuði.

Hér fyrir neðan er listi yfir 30 launahæstu forstjóra, embættismenn og starfsmenn hins opinbera.

Hægt er að kaupa Tekjublaðið hér. Að auki er blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði