Utanríkisráðherrann ræddi á fundi EES-ráðsins í vikunni að fyrir dyrum stæðu viðræður um nýtt samningstímabil Uppbyggingarsjóðs EES og áréttaði um leið mikilvægi þess að markaðsaðgangur fyrir íslenzkar sjávarafurðir yrði aukinn og að landbúnaðarsamningur Íslands og ESB yrði endurskoðaður.
Stjórnvöld virðast vilja ræða þessi þrjú mál í samhengi, sem er ekki óskynsamlegt. Vegna hækkandi hlutfalls laxaafurða í útflutningi sjávarafurða til ESB hefur til dæmis hlutfall útflutningsins sem ber ekki tolla lækkað talsvert. Ekki er óeðlilegt að tengja áframhaldandi greiðslur í uppbyggingarsjóðinn við greiðari markaðsaðgang Íslands í ESB.
Hvað landbúnaðarsamninginn varðar eru hins vegar bæði stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök, sem berjast fyrir að klukkunni verði snúið til baka og dregið úr fríverzlun með búvörur. Þrennt má hafa í huga í því samhengi.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði