Karl Garðarsson.
Karl Garðarsson.

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði kostnað við rannsóknarnefndir Alþingis að umræðuefni í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið á dögunum. Benti hann á að kostnaður þeirra vegna yrði að öllum líkindum um 1,4 milljarðar króna og þótti honum nóg um. Það er ánægjulegt þegar þingmenn sýna útgjöldum ríkisins áhuga af þessu tagi.

Allt of oft einskorðast áhugasvið þingmanna við að auka útgjöldin frekar en að takmarka þau. Greinilegt er þó að Karl er ekki afhuga öllum rannsóknum á vegum hins opinbera, því í umræðum um fjárlög þá sagði hann í ræðu að hann vildi setja meiri peninga í skattrannsóknir.

Það að skoða fjármál einstaklinga og fyrirtækja er greinilega frekar peninganna virði að mati þingmannsins.

Huginn & Muninn birtist í Viðskiptablaðinu 27. mars 2014. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .

Karl Garðarsson.
Karl Garðarsson.

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði kostnað við rannsóknarnefndir Alþingis að umræðuefni í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið á dögunum. Benti hann á að kostnaður þeirra vegna yrði að öllum líkindum um 1,4 milljarðar króna og þótti honum nóg um. Það er ánægjulegt þegar þingmenn sýna útgjöldum ríkisins áhuga af þessu tagi.

Allt of oft einskorðast áhugasvið þingmanna við að auka útgjöldin frekar en að takmarka þau. Greinilegt er þó að Karl er ekki afhuga öllum rannsóknum á vegum hins opinbera, því í umræðum um fjárlög þá sagði hann í ræðu að hann vildi setja meiri peninga í skattrannsóknir.

Það að skoða fjármál einstaklinga og fyrirtækja er greinilega frekar peninganna virði að mati þingmannsins.

Huginn & Muninn birtist í Viðskiptablaðinu 27. mars 2014. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .