Á baki bókarinnar Þjóð í hafti eftir hinn dugmikla Jakob F. Ásgeirsson – sem Ugla endurútgaf 2008 – stendur orðrétt: „Þekkir þú sögu haftaáranna? Þegar öll verslun á Íslandi var hneppt í svo harðar viðjar að ekki mátti flytja bók til landsins án þess að biðja yfirvöld um leyfi?“
Í fínu viðtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku sagði Jakob: „Bækur eru ekki eins og hverjar aðrar vörur eins og lítt læsir frjálshyggjumenn halda tíðum fram. Eftir reynslu mína af söluumhverfi bóka á Íslandi er ég bæði orðinn fylgjandi því að taka upp fast verð á bókum og takmarka sölu þeirra við sérverslanir.“
Jakob átti auðvitað að læra meira af ritun bókarinnar en svo að hann vilji núna hverfa aftur til haftaáranna og að menn fái „sérleyfi“ til að selja bækur á „föstu verði“.