Í Viðskiptablaðinu sem kom út á föstudag fjallar Óðinn um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.

Þar er meðal annars bent á að ÁTVR upplýsir okkur á hverju ári um að verslunin selji börnum undir tvítugu áfengi - sem er lögbrot.

Óðinn bendir einnig á að áfengissala ÁTVR skilar tapi meðan tóbakssalan skilar hagnaði.

Pistillinn nefnist Endalok ríkieinokunarverslunar og tap af áfengissölu.

Hér er byrjunin á pistlinum en áskrifendur geta lesið hann hér í fullri lengd.

Í Viðskiptablaðinu sem kom út á föstudag fjallar Óðinn um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.

Þar er meðal annars bent á að ÁTVR upplýsir okkur á hverju ári um að verslunin selji börnum undir tvítugu áfengi - sem er lögbrot.

Óðinn bendir einnig á að áfengissala ÁTVR skilar tapi meðan tóbakssalan skilar hagnaði.

Pistillinn nefnist Endalok ríkieinokunarverslunar og tap af áfengissölu.

Hér er byrjunin á pistlinum en áskrifendur geta lesið hann hér í fullri lengd.

Endalok ríkieinokunarverslunar og tap af áfengissölu

Áfengis- og tóbaksverslunin ríkisins er líklega einhver mesta tímaskekkjan í íslensku samfélagi. Reyndar er Óðinn þeirrar skoðunar að stofnunin hafi verið það í 101 ár, eða frá því að ÁTVR - Áfengisverzlun ríkisins – var stofnuð.

Í dag eru þau veiku rök sem hafa verið fyrir tilvist ÁTVR horfin. Annars vegar hafa áfengissölur sprottið upp eins og gorkúlur á undanförnum áratugum og svo eru komnir barir á annað hvert götuhorn.

Ef þeir sem eiga erfitt með að standast Bakkus á annað borð vilja fá sér neðan í því, þá er ekkert sem stoppar þá.

Hin rökin eru aðgengi ungs fólks að áfengi, en allir eru sammála um að rétt er gera mikið til þess að hindra að ungt fólk byrji að drekka of snemma.

Reyndar hefur náðst gríðarlegur árangur í því – þrátt fyrir að útibúum ríkiseinokunarverslunum hafi fjölgað sem og börunum í takt við meiri ferðamannastraum.

***

Sigrún Ósk Sigurðardóttir er aðstoðarforstjóri ÁTVR.
© BIG (VB MYND/BIG)

ÁTVR svarar þessu sjálf

Áfengisverslunin sjálf svarar því á hverju ári hvernig henni sjálfri gengur að virða lögin – að selja ekki fólki undir 20 ára aldri áfengi.

Í 18. gr. áfengislaganna segir:

Óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára. Ávallt þegar ástæða er til að ætla að kaupandi eða viðtakandi áfengis hafi ekki náð þessum aldri skal sá sem selur, veitir eða afhendir það láta hlutaðeiganda sanna aldur sinn með því að sýna skilríki með mynd eða á annan fullnægjandi hátt.

Má segja að árangurinn sé ömurlegur. Árið 2020 voru aðeins 78% þeirra sem voru á aldrinum 20-24 ára spurðir um skilríki. Enn verr gekk árið 2021 en þá voru aðeins 75% spurð. Óvæntur árangur náðist árið 2022 en þá voru 83% spurðir.

(Fyrir þá ágætu lesendur sem efast um þetta geta þeir lesið þetta á vef stofnunarinnar með því að smella hér.)

Með öðrum orðum þá er ríkisverslunin engin trygging fyrir því að unglingar geti ekki keypt áfengi í verslununum.

Ólíkt því sem er í þeim verslunum, sem skráð eru erlendis til að fylgja laganna bókstaf, þar sem heimsending er. Þar er krafist auðkenningar með rafrænum skilríkjum.

Pistill Óðins birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta lesið pistilinn í fullri lengd hér.