Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar er heldur betur farinn að láta að sér kveða á nýjum vettvangi.

Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar er heldur betur farinn að láta að sér kveða á nýjum vettvangi.

Í nýlegri grein varpar hann athyglisverðri hugmynd fram: Að fyrirtæki á borð við Marel og Össur taki að sér að vera leiðandi á heimsvísu í þróun rúmfataróbota. Það er að segja róbota sem skipta um á rúmum á hótelum. Því miður hafði Árni Oddur Þórðarson fyrrverandi forstjóri Marels ekki tækifæri til að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd en Ásgeir birti greinina 3. Nóvember.

Margir listamenn hafa velt fyrir sér áhrifum róbotavæðingar á daglegt líf.
Margir listamenn hafa velt fyrir sér áhrifum róbotavæðingar á daglegt líf.

Það vekur athygli hrafnanna að ritstjórinn fullyrðir í grein sinin að útigangsfólk starfi við þrif á hótelum. En hann leggur til að laun þeirra verði margfölduð til þess að hótelrekendur og vinir þeirra í nýsköpunarbransanum sjái þann kost vænstan að leggja allt undir við þróun rúmfataróbotahers Ásgeir Brynjars. Hrafnarnir hlakka til að lesa fleiri vangaveltur Ásgeirs um helstu sóknarfæri íslensks atvinnulífs.

Huginn og Muninn er einn af ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist fyrst í blaðinu sem kom út í blaðinu sem kom út 15. nóvember 2023.