Porsche hefur enn og aftur slegið brautarmet á hinni goðsagnakenndu Nurburgring kappakstursbraut. Í þetta skiptið er komið að ofurrafmagnsbílnum Porsche Taycan GT sem nýlega sló met fyrir rafmagnsbíla.

Taycan fór þessar gífurlega erfiðu braut á aðeins 7:07 mínútum sem er sneggra en jafnvel öflugustu ofurbílar fóru fyrir örfáum árum síðan. Til að gefa mynd af gífurlegum yfirburðum á þessari nýjustu útgáfu Taycan má nefna að ef að fyrri útgáfa Porsche Turbo S hafi farið af stað í brautinni á sama tíma hefði sá bíll verið rúmlega 1.2 kílómetrum fyrir aftan þegar hinn nýi kom í mark.

Yfirburðirnir einskorðast þó ekki við brautarakstur en til að mynda má nefna að hann er um 2.2 sekúndur í hundrað og með 305 km hámarkshraða. Einnig er vélbúnaðurinn einkar öflugur: þar má helst telja 1.034 hestöfl og 1.240 Nm af togi auk ýmissa loftflæðibætandi aukahluta svo sem vindskeið úr koltrefjum.

Nýr Taycan fæst í þremur útfærslum, Sport Saloon, Sport Turismo og Cross Turismo sem er hærri útgáfa en GT útfærslan fæst þó aðeins í Sport Saloon útfærslu.

Þau svör fengust hjá Bílabúð Benna, umboðsaðila Porsche á Íslandi að nýr Taycan verði kynntur hér á landi á næstu vikum.