Audi og Arion banki buðu til síðvetrarkokteils á Sjálandi í Garðabæ nú á dögunum en tilefnið var frumsýning einstakrar útgáfu af Audi RS e-tron GT Ice Race edition.

Aðeins voru framleidd 99 eintök í heiminum af þessum einstaka sportbíl og er eintak nr. 22 nú til sölu á Íslandi. 

Audi og Arion banki buðu til síðvetrarkokteils á Sjálandi í Garðabæ nú á dögunum en tilefnið var frumsýning einstakrar útgáfu af Audi RS e-tron GT Ice Race edition.

Aðeins voru framleidd 99 eintök í heiminum af þessum einstaka sportbíl og er eintak nr. 22 nú til sölu á Íslandi. 

Audi RS e-tron GT Ice race edition er sannkalllaður ofurbíll.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Mikil eftirspurn var eftir þessari sérstöku útgáfu en til samanburðar verða eingöngu fjórir bílar í boði á Englandi.

Margt var um manninn og mjög góð stemning í húsinu en Múlakaffi tók nýlega við rekstri Sjálands.

3,3 sekúndur í hundraðið

Hönnunarteymi Audi segir að sláandi litur bílsins feli í sér tilvísun í snjókristalla og ísvötn. Audi hringirnir fjórir sem eru einkennismerki Audi hafa verið gerðir hvítir, en svörtu 21 tommu álfelgurnar standa upp úr yfirbyggingunni sem er innblásin af snjólandslagi. 

Þessi 598 hestafla ofurbíll er alrafmagnaður, 3,3, sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 250 km/klst. Hámarkstog er 830 Nm.

Nánar er fjallað um bílinn í Bílablaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.