Volvo EX30 rafmagnssportjeppinn verður frumsýndur hjá Brimborg í Reykjavík og á Akureyri á morgun en EX30 er minnsti sportjeppi Volvo frá upphafi.

EX30 er með mikil rafknúin afköst í litlum umbúðum en hröðun bílsins í 100 km/klst er aðeins 3,6 sekúndur. Drægni á rafmagni er allt að 476 km og er áætlaður hraðhleðslutími 10-80% er 26 mínútur.

Hann var valinn Bíll ársins 2024 hjá Carwow úr hópi hundruða bíla sem prófaðir voru. Þessu til viðbótar fékk bíllinn umhverfisverðlaunin „Eco Warrior of the Year“ á verðlaunahátíð TopGear 2023. EX30 er hannaður til að hafa minnsta kolefnisspor allra Volvo bíla til þessa og er þannig stigið mikilvægt skref fram á við í sjálfbærnimarkmiðum Volvo.

Volvo EX30 rafmagnssportjeppinn verður frumsýndur hjá Brimborg í Reykjavík og á Akureyri á morgun en EX30 er minnsti sportjeppi Volvo frá upphafi.

EX30 er með mikil rafknúin afköst í litlum umbúðum en hröðun bílsins í 100 km/klst er aðeins 3,6 sekúndur. Drægni á rafmagni er allt að 476 km og er áætlaður hraðhleðslutími 10-80% er 26 mínútur.

Hann var valinn Bíll ársins 2024 hjá Carwow úr hópi hundruða bíla sem prófaðir voru. Þessu til viðbótar fékk bíllinn umhverfisverðlaunin „Eco Warrior of the Year“ á verðlaunahátíð TopGear 2023. EX30 er hannaður til að hafa minnsta kolefnisspor allra Volvo bíla til þessa og er þannig stigið mikilvægt skref fram á við í sjálfbærnimarkmiðum Volvo.

Að auki má nefna að Volvo EX30 er einnig kominn í úrslit hinna virtu Car of The Year verðlauna 2024 en sigurvegarinn verður tilkynntur á bílasýningunni í Genf mánudaginn 26. febrúar 2024.

EX30 er vel búinn nýjustu tækni og er fyrsti Volvo bíllinn með nýrri kynslóð af vinsælu Park Pilot Assist akstursaðstoðinni. Park Pilot Assist ræður við allar tegundir stæða, þar á meðal samhliða, sveigð, hornrétt og á ská, svo það er ekkert mál að leggja í þröng stæði.

Bílnum fylgir sérstakt smáforrit með allri þjónustu sem viðkemur bílnum, allt frá hleðslu og leit að bílnum á bílmörgu stæði, til læsingar og upphitunar á köldum vetrardögum. EX30 getur líka tekið á móti þráðlausum hugbúnaðaruppfærslum sem bæta bílinn með tíð og tíma. Frumsýningin á EX30 hefst á morgun og stendur yfir út febrúar.