Franski viðskiptajöfurinn Antione Arnault keypti fasteign upp á 17,5 milljónir evra seint árið 2022 í einkahverfi Saint-Tropez í Frakklandi en faðir hans, Bernard Arnault á einnig heimili á þeim slóðum.

Fasteignin, eða villan, er staðsett á hinu svokallaða Parcs de Saint-Tropez og situr þetta 350 fermetra hús á jörð sem þekur fjögur þúsund fermetra. Hverfið, sem kallast Les Parcs, hýsir nokkur af dýrustu húsum bæjarins.

Antione hefur ekki svarað fyrirspurnum Bloomberg um fasteignina en vitað er að þetta svæði varð mjög frægt á fimmta áratug síðustu aldar meðal fræga fólksins og átti meðal annars leikkonan Brigitte Bardot eign þar.

Nýlega hefur þessi franski strandbær orðið vinsæll hjá kvikmyndastjörnum og auðugum snekkjueigendum þar sem þær liggja við bryggju bæjarins.

Antione, sem er 46 ára gamall, sér um ímynd og samskipti hjá fyrirtækinu LVMH Moet Hennessy Louis Vuitton SE og hefur hann einnig umsjón með Chrisitan Dior SE, eignarhaldsfélaginu sem Arnault-fjölskyldan stjórnar í gegnum LVMH.

Hann er elsti sonur Bernards Arnault, ríkasta manns Evrópu, sem á fjögur önnur börn en þau starfa öll fyrir lúxussamsteypu föður síns.