Bruggarar í Evrópu vonast eftir aukinni bjórsölu í sumar samhliða meiri sól og fjölda íþróttaviðburða að sögn WSJ. Jacob Aarup-Anderson, forstjóri Carlsberg, er einn af þeim sem spáir þessu og segist búast við góðu sumri.

Á þessu ári munu Evrópubúar koma saman til að fylgjast með bæði Ólympíuleikunum og EM í fótbolta. Í gegnum tíðina hafa þessir viðburðir aukið bjórsölu og er búist við því að þetta sumar verði engin undantekning.

Bruggarar í Evrópu vonast eftir aukinni bjórsölu í sumar samhliða meiri sól og fjölda íþróttaviðburða að sögn WSJ. Jacob Aarup-Anderson, forstjóri Carlsberg, er einn af þeim sem spáir þessu og segist búast við góðu sumri.

Á þessu ári munu Evrópubúar koma saman til að fylgjast með bæði Ólympíuleikunum og EM í fótbolta. Í gegnum tíðina hafa þessir viðburðir aukið bjórsölu og er búist við því að þetta sumar verði engin undantekning.

Laurence Whyatt, sérfræðingur hjá Barclays, segir að það sé eðlilegt að búast við meiri sölu yfir sumarið þar sem gögn sýni fram á lítils háttar söluaukningu í Vestur-Evrópu og töluverða aukningu í Austur-Evrópu.

Samkvæmt skýrslu RBC Capital Markets er spáð að þrjú stærstu bjórfyrirtæki álfunnar muni sjá töluverðan söluvöxt á þriðja ársfjórðungi þessa árs. AB InBev býst við 12% vexti og verður þá tekjuvöxtur Heineken í kringum 3,2%. Þá spáir Carlsberg 6% söluaukningu.