Bubbi Morthens tónlistarmaður fékk afhentan Mercedes-Benz EQE SUV í AMG útgáfu um áramótin. Bubbi segir hverjum sem vill heyra hversu ánægður hann er með nýja bílinn, ekki síst með hljóðkerfið í bílnum. AMG útgáfan er 469 hestöfl og drífur allt að 423 km á hleðslunni.

Bubbi Morthens hefur verið bílaáhugamaður um langt skeið.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Mikill bílakarl

Bubbi hefur lengi verið mikill bíladellukall. Hann ók lengi um á Range Rover jeppanum sem margir kalla konung lúxusjeppanna.

Bubbi fékk nýjan Jaguar I-Pace rafbíl árið 2022.

Af því tilefni sagði hann við Morgunblaðið að að loftslagsváin hefði verið sér ofarlega í huga varðandi það að fara í rafmagnið, enda trúi hann því að hlýnun jarðar sé staðreynd, rétt eins og það að jörðin sé hnöttótt, en ekki flöt.

Bjarni líka

Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, lét ríkissjóð kaupa tvo nýja ráðherrabíla síðasta vor fyrir um 15 milljónir króna hvorn bíl.

Til stóð að afhenda bílana síðasta haust en samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins fékk Bjarni sinn bíl í mars. Ekki er vitað hvaða ráðherra fær hinn bílinn.

Hér kemur Bjarni á Bmw 5 til Bessastaða, en bíllinn var fyrsti ráðherrabíll hans. Áður var hann bíll Steinsgríms Sigfússonar.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Bíll Bjarna er eftir því sem næst verður komist fyrsti ráðherrabíllinn á Íslandi sem er búinn forgangsljósum.

Miðjustærðin frá Benz

EQE fellur í miðjustærðarflokkinn hjá Mercedes-Benz og er svipaðrar stærðar og E bílinn.

Ráðherrabíllinn er mjög rúmgóður að innan. Drægni hans er allt að 552 km samkvæmt WLTP staðlinum.

Bílar, sérblað Viðskiptablaðsins, kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið blaðið hér.