Formúla 1 kappaksturskeppnin var sett á laggirnar árið 1950 en Mercedes-Benz liðið hóf þátttöku árið 1954.

Argentínumaðurinn Juan Manuel Fangio færði sig þá til liðsins frá ítalska Masserati en hann varð heimsmeistari 1951 á Alfa Romeo.

Silfurörvar Mercedes unnu fyrsta og annað sætið árið 1954, Fangio fyrstur og Karl King annar. Mercedes sigraði einnig árið 1955, Fangio fyrstur og Sterling Moss annar.

Yfirmaður sportbíla- og kappaksturdeildar Mercedes frá 1936 var Rudolf Uhlenhaut. Mercedes var á þessum árum með þrjá flokka bíla. Formúlu 1 bílana, langakstursbíla til dæmis fyrir 24 klukkustunda Le Mans kappaksturinn og götusportbíla.

Allir voru þeir skyldir á einhvern hátt því íhlutir í bílana, vélar og annað slíkt, var notað þar sem það hentaði.

Juan Manuel Fangio sigrar argentíska kappaksturinn rgentine 16 janúar1955.

Hættu þátttöku í kappakstri

Þann 11. júní 1955 hætti Mercedes Benz þátttöku í öllum kappakstri.Þann dag lenti Mercedes-Benz 300 SLR í árekstri á 200 km hraða, flaug yfir varnargirðingu með þeim afleiðingum að bílstjórinn og 73 áhorfendur létust.

Mercedes sneri ekki aftur í Formúlu 1 fyrr en árið 1994 með því að útvega liðum vélar, fyrst Sauber en lengst af McLaren. Það var ekki fyrr en 2010 sem Mercedes tók aftur þátt undir eigin nafni.

Þá hafði Uhlenhaut látið smíða tvær frumgerðir af kappakstursbíl sem var löglegur á vegum Þýskalands.

Sá nefndist 300 SLR Uhlenhaut Coupé. Bíllinn var ætlaður til keppni í Carrera Panamericana sem halda átti í Mexíkó og svipaði til Milla Miglia keppnanna á Ítalíu. Ekkert varð af keppninni og hætt við frekari framleiðslu 300 SLR Uhlenhaut Coupé.

Teikningar af bílnum þar sem hann kallast Renn - Sportwagen eða kappakstur sportbíll.

Hraðskreiðasti bíll í heimi

Uhlenhaut Coupé var hraðskreiðasti bíll í heimi á sjötta áratugnum. Hann var með þriggja lítra vél og náði 290 km hraða.

Uhlenhaut átti aldrei einkabíl en fékk til umráða bíla af ýmsum gerðum frá Mercedes. Meðal fyrirtækjabílanna var Uhlenhaut Coupé.

Rudolf Uhlenhaut var góður ökumaður og prófaði bílana gjarnan sjálfur á kappakstursbrautum og vegum. Silfurör Mercedes sem vann formúlu 1 1954 og 1955 var W196. Rudolf er sagður hafa náð betri tímum en heimsmeistarinn sjálfur í prófunarakstri á bílnum.

Uhlenhaut og Uhlenhaut Coupé á góðri stundu í Sindelfingen í Stuttgart.

Einnig er lífsseig saga af Rudolf þegar hann var á leið á fund í München. Hann fór á Uhlenhaut Coupé og er sagður hafa farið 220 km leið á hraðbrautinni á rétt rúmum klukkutíma. Í dag er þetta rúmlega tveggja tíma akstur.

Seldur á uppboði

Mercedes-Benz átti bílana tvo fram í maí 2022 þegar annar bíllinn, sá sem hafði verið fyrirtækisbíll Rudolfs, var seldur á uppboði fyrir 135 milljónir evra eða jafnvirði 20,1 milljarðs íslenskra króna.

Næst dýrasti bíll sem seldur hefur verið, svo vitað sé, 1962 módelið af Ferrari 250 GTO. Bíllinn var seldur í fyrra á 51,7 milljón Bandaríkjadala eða 6,9 milljarða króna.

Greinina er að finna í blaðinu Eftir vinnu sem kom út síðustu viku. Áskrifendur geta lesið blaðið í heild hér.