Kia EV9, fyrsti rafknúni jeppi suður-kóreska bílaframleiðandans, mun draga yfir 541 km í Long-Range í útfærslu samkvæmt upplýsingum frá Kia.

Long Range-útfærslan með afturhjóladrifi er knúin af 150 kW / 350 Nm rafmótor sem skilar bílnum hröðun upp á 9,4 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. samkvæmt bráðabirgðagögnum. EV9 í staðalútfærslu með afturhjóladrifi er einnig knúinn af einum rafmótor, öflugri 160 kWh / 350 Nm útfærslu sem skilar hröðun úr 0 í 100 km/klst. á 8,2 sekúndum.

Kia EV9 jeppinn, sem er með þremur sætaröðum, er byggður á E-GMP undirvagni (Electric Global Modular Platform).

Aldrifsútfærslan er búin tveimur rafmótorum sem skila samanlagt 283 kW afli og 600 Nm togi. Bílinn fer úr 0 í 100 km/klst. á 6 sekúndum. Enn meiri afkastageta er í boði með sérstökum Boost-eiginleika sem hægt er að kaupa síðar í Kia Connect Store. Sameinað tog EV9 er 700 Nm sem skilar bílnum úr 0 í 100 km/klst. á aðeins 5,3 sekúndum.

Með 800 volta hleðslugetu er hægt að fylla á EV9-rafhlöðuna með hleðslu sem nær 239 km drægni á um það bil 15 mínútum.

Í gegnum Kia Connect Store geta ökumaður og farþegar fengið þráðlausar uppfærslur á búnaðinum í EV9. Með þráðlausri V2G-tækni (Vehicle-to-Grid) er hægt að selja rafmagn aftur inn á raforkukerfið. Í GT-línunni af EV9 er kynntur til sögunnar akstur með aðstæðubundinni sjálfvirkni í flokki 3 með HDP-akstursaðstoð (Highway Driving Pilot).