Jakkinn sem geimfarinn Buzz Aldrin klæddist í tunglferð Apollo 11 árið 1969 seldist fyrir 2,8 milljónir dala, eða sem nemur 383 milljónum króna, á uppboði hjá Sotheby‘s í New York í gær. Reuters greinir frá.

Aldrin var annar maðurinn í sögunni til að stíga fæti á tunglið. Hann er eini eftirlifandi meðlimur Apollo 11 áhafnarinnar, sem innihélt einnig Neil Armstrong og Michael Collins.

Næst dýrasti hluturinn á uppboðinu var flugáætlun Apollo 11 sem fór á 819 þúsund dali eða um 112 milljónir króna. Fyrir uppboðið var búist við að hún færi á 100-150 þúsund dali.