Austurríski vínframleiðandinn Andreas Pernerstorfer gerði ótrúlega uppgötvun þegar hann var að gera upp vínkjallarann sinn í bænum Gobelsburg. Þegar hann byrjaði að grafa upp gólfið kom hann auga á tugi þúsunda ára gömul mammútbein.

Bærinn Gobelsburg er staddur í Krems-héraði í Austurríki en sambærileg uppgötvun gerðist einmitt á því svæði fyrir um 150 árum síðan.

Austurríski vínframleiðandinn Andreas Pernerstorfer gerði ótrúlega uppgötvun þegar hann var að gera upp vínkjallarann sinn í bænum Gobelsburg. Þegar hann byrjaði að grafa upp gólfið kom hann auga á tugi þúsunda ára gömul mammútbein.

Bærinn Gobelsburg er staddur í Krems-héraði í Austurríki en sambærileg uppgötvun gerðist einmitt á því svæði fyrir um 150 árum síðan.

Andreas tilkynnti uppgötvun sína til alríkisminjaskrifstofunnar og mættu fornleifafræðingar á svæðið sem afhjúpuðu enn fleiri bein við reitinn. Beinin og viðarkolin í vínkjallaranum benda til þess að beinin séu á milli 30.000 til 40.000 ára gömul, að sögn fornleifafræðinganna Thomas Einwögerer og Hannah Parow-Souchon.

„Svona þétt beinalag af mammútum er sjaldgæft. Þetta er í fyrsta skipti sem við höfum getað rannsakað eitthvað svona í Austurríki með nútímalegum aðferðum,“ segir Hannah og bætir við að búið sé að finna bein úr þremur mismunandi mammútum í vínkjallaranum.