Renault hlaut einnig verðlaunin fyrir bíl ársins 2024 en Scenic varð fyrir valinu. Næstur kom BMW 5 og þriðji var Peugeot 3008.
Fleiri bílaframleiðendur komu og frumsýndu. Dacia frumsýndi nýjan Duster fyrir almenning auk tveggja annarra bíla. BYD frumsýndi þrjá bíla og MG frumsýndi tvo bíla.
Lucid kom með einn bíl á sýninguna en ameríski bílaframleiðandinn hyggur á innrás á evrópska bílamarkaðinn fljótlega.
Renault 5 rafbíllinn var frumsýndur í Genf. Bíllinn kom fyrst á markað árið 1972 og var framleiddur til 1996. Hann var mest seldi bíllinn í Frakklandi 1972 til 1986 og því vinsælasti bíll heimalandsins. Bíllinn var framleiddur í 9 milljónum eintaka.
Nánar er fjallað um sýninguna í fylgiritinu Bílar sem fylgdi Viðskiptablaðinu þann 13. mars síðastliðinn.