Fimman hefur alltaf verið einn mikilvægasti bíll BMW enda vinsæll sem lúxusbíll í gegnum árin. BMW 5 kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1972 og hefur síðan þá þróast í tímans rás í takt við tækniþróun og þarfir viðskiptavina, en rúmlega sjö milljónir eintaka hafa verið framleiddar frá því að bíllinn kom á markað.
Þessi nýjasta gerð er áttunda kynslóð Fimmunnar og mun án efa ekkert gefa eftir í vinsældum. Bíllinn var tekinn í reynsluakstur á dögunum og var mikil gleði og skemmtun að aka þessum fallega og aflmikla lúxusbíl.
Þessi nýja Fimma er talsvert breytt enda er hér um að ræða fyrstu alrafknúnu Fimmuna. Þrátt fyrir breytingarnar þá er þessi bíll eins og ávallt mjög fallega hannaður að innan sem utan.
Útlitið er voldugt og kraftmikið. Hönnuðir BMW eru mjög góðir í því sem þeir gera og tekst afar vel til hér að mínu mati. Framendinn er flottur með BMW grillið með Iconic Glow sem er augnayndi í myrkri.
Hvítt ljós undirstrikar útlínurnar þegar ökutækið er kyrr stætt og í akstri. Hliðarsvipur inn og afturendinn gefa ekkert eftir heldur og eru fagurlega hannaðir.
Nánar er fjallað um bílinn í Bílablaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.