Andagift hefur það að sérstöðu að kakóplantan er leiðandi í allri vinnu sem þar fer fram en boðið verður upp á tónheilun, jóga, hugleiðslur og seremóníur.

Það eru vinkonurnar þær Lára Rúnarsdóttir, tónlistarkona og jógakennari og Tinna Sverrisdóttir, leikkona frá Listaháskóla Íslands og tónlistakona sem eru konurnar á bak við Andagift. Þær hafa unnið saman að súkkulaði seremóníum og möntru kvöldum nú um nokkurt skeið og segja þær aðsóknina og áhugann hafa farið framar björtustu vonum. „Það er greinilega mikill áhugi og þörf fyrir andlega rækt í samfélaginu okkar. Svo við hugsuðum með okkur hvernig við gætum fagnað þessum aukna áhuga á andlegri velferð. Við fundum að við vildum skapa okkar eigin rými til iðkunar og kennslu og nokkrum dögum síðar leit Andagift dagsins ljós tilbúið að deila allri sinni ást.“

Lára Rúnarsdóttir, Tinna Sverrisdóttir

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

„Súkkulaðið sem við notumst við kallast “seremóníal súkkulaði” eða “ceremonial cacao” og er 100% hreint kakó frá regnskógum Guatemala. Það er handunnið frá baun í bolla og engar stórar vélar hafa átt við það í framleiðsluferlinu. Þannig helst næringarefni og virkni súkkulaðisins óskert. Súkkulaðið sem við erum vön að borða er oft á síðum blandað við mjólk og sykur en það er það sem gerir súkkulaðið “óhollt”. En 100% hreint súkkulaði er hins vegar ein næringarríkasta fæða sem hægt er að fá. Stútfullt af magnesíum, járni og andoxunarefnum svo eitthvað sé nefnt.“ Þær segja súkkulaðið innihalda nokkur efni sem að láta manni strax líða betur.

„Þar má nefna;
Magnesíum - en það hjálpar okkur að slaka á þreyttum vöðvum og örum huga. (Súkkulaðið hefur hæsta magn magnesíum af öllum plöntum). Fjöldi fólks þjáist af magnesíum skorti og því er inntaka þess gríðar mikilvæg til þess að halda starfsemi líkamans heilbrigðri.

Anadamiede - “The bliss chemical” efnið sem við framleiðum þegar okkur líður mjög vel (Hefur aðeins fundist í einni plöntu og er það kakó plantan).

Pea - Efnið sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin. Skerpir fókus og athygli. (Hefur einnig góð áhrif á skapsveiflur og þyngdarstjórnun)

Seretónín - Boðefnið sem hjálpar okkur að sigrast á streitu og eykur vellíðan (Gagnlegt fyrir þá sem þjást af kvíða og þunglyndi)

Theobromin - Styrkir ónæmiskerfið og eykur blóðflæði til hjartans (Efnið sem sagt er að “stækki hjarta manns)

Súkkulaðið eykur blóðflæði til heila og vöðva sem getur gefið ákveðna tilfinningu af “blissi” eða vellíðan. En súkkulaðið gefur ekki vímu að því leyti sem hugarbreytandi efni gera.
Tilvalið er að drekka einn súkkulaðibolla fyrir vinnu til þess að skerpa fókus eða eftir langan dag til þess að slaka á.“

Áhugasamir geta kynnt sér Andagift enn frekar á heimasíðu þeirra www.andagift.is en formleg opnun þess fer fram klukkan 20:00 í dag. „Við munum hafa opið hús milli kl.20:00 – 22:00 á Rauðarárstíg 1 þar sem við munum bjóða upp á súkkulaðismakk, sérstök tilboð, knús og annað gúmmelaði. Við munum bjóða töfrunum inn og óvæntir gestir mun koma og veita okkur andagift. Einnig erum við með söfnun inni á karolinafund.is fyrir startkostnaði sem lýkur á föstudaginn. Þar er hægt að kaupa sér súkkulaði gúmmelaði stund í stúkkulaðisetri Andagiftar.“

https://www.facebook.com/ANDAGIFTinspire/

http://www.vb.is/frettir/jogasetur-med-sukkuladi/144038/