Samkvæmt fréttamiðlinum Guardian hafa vísindamenn þróað algrím með notkun gervigreindar sem greinir bæði tegund ákveðins víns sem og uppruna. Tæknin byggist á efnagreiningum en ákveðinn efnismunur er á hverju og einu víni eftir því hvar það er framleitt.

„Það er mikið um vínsvik þar sem fólk bruggar bara eitthvað í bílskúrnum sínum, prentar svo út merkimiða og selur flöskurnar fyrir fleiri þúsundir dala. Við sýnum í fyrsta skipti að við getum nú greint muninn,“ segir Alexandre Pouget við háskólann í Genf í Sviss.

Samkvæmt fréttamiðlinum Guardian hafa vísindamenn þróað algrím með notkun gervigreindar sem greinir bæði tegund ákveðins víns sem og uppruna. Tæknin byggist á efnagreiningum en ákveðinn efnismunur er á hverju og einu víni eftir því hvar það er framleitt.

„Það er mikið um vínsvik þar sem fólk bruggar bara eitthvað í bílskúrnum sínum, prentar svo út merkimiða og selur flöskurnar fyrir fleiri þúsundir dala. Við sýnum í fyrsta skipti að við getum nú greint muninn,“ segir Alexandre Pouget við háskólann í Genf í Sviss.

Vísindamennirnir prufuðu tæknina á 80 mismunandi vínum sem voru ræktuð á 12 ára tímabili frá sjö mismunandi vínekrum í Bordeaux-héraði í Frakklandi. Tæknin er almennt notuð á rannsóknarstofum til að aðgreina og bera kennsl á efnasamböndin sem mynda efnablöndur.

Fjölmargir þættir, allt frá þrúgunum og jarðveginum til örloftslagsins, hafa áhrif á styrk efnasambanda sem finnast í öllum vínum. Forritið getur rakið hvert og eitt vín með 99% áreiðanleika og náði í 50% tilvika að greina rétt frá hverjum og einum árgangi.