Árið 1950 geisaði Kóreustríðið og bandaríska herinn bráðvantaði létta herjeppa. Á þessum tíma var Japan enn hernumin af Bandaríkjamönnum eftir senni heimsstyrjöldina. Bandaríska ríkið samdi því við Toyota um að framleiða jeppana, en Toyota hafði áður framleitt ökutæki fyrir japanska herinn. Fyrsta pöntunin hljóðaði upp á 100 jeppa og skyldu þeir vera smíðaðir eftir teikningu bandaríska Willys jeppans.

Árið 1950 geisaði Kóreustríðið og bandaríska herinn bráðvantaði létta herjeppa. Á þessum tíma var Japan enn hernumin af Bandaríkjamönnum eftir senni heimsstyrjöldina. Bandaríska ríkið samdi því við Toyota um að framleiða jeppana, en Toyota hafði áður framleitt ökutæki fyrir japanska herinn. Fyrsta pöntunin hljóðaði upp á 100 jeppa og skyldu þeir vera smíðaðir eftir teikningu bandaríska Willys jeppans.

Jeppinn fékk nafnið Toyota Jeep BJ. B-ið merkti að Toyota notaði B-týpu af vélum sínum og J-ið stóð fyrir Jeep. Toyota „Jeep“ BJ tilraunabíll var tilbúin í janúar 1951. Jeep BJ var stærri og sterkari en bandaríski Willys og með öflugri vél. Hann hafði hlutastýrt fjórhjóladrif líkt og Willys. Hins vegar, ólíkt Jeep, hafði Jeep BJ fullkomnari drifbúnað sem gerði honum kleift að fara lengra í lágum gír.

Toyota Jeep BJ kom á markað árið 1951.
Toyota Jeep BJ kom á markað árið 1951.

Í júlí 1951 ók prófunarbílstjóri Toyota, Ichiro Taira, frumgerðinni upp á Fujifjallið og var það fyrsta ökutækið sem klifraði þá hæð. Með í för voru fulltrúar japönsku lögreglunnar. Vegna þess hve BJ stóð sig vel pantaði lögreglan fljótlega 289 jeppa og gerði Jeep BJ að opinberum eftirlitsbíl sínum í stað Mitsubishi. Framleiðsla hófst í ágúst 1951. Fyrstu tvö árin var framleiðsla eingöngu samkvæmt pöntun og í litlu magni. Árið 1953 hófst hins vegar regluleg framleiðsla á „Toyota Jeep BJ“ í Toyota Honsya verksmiðjunni.

Nafninu breytt

Kóreustríðinu lauk í júlí 1953. Í júní 1954 kom krafa frá Willys-fyrirtækinu að Toyota hætti að nota Jeep nafnið. Þá nefndi tæknistjóri Toyota, Hanji Umehara, ökutækið aftur og gaf því nafnið Land Cruiser. Hann sagði síðar frá því hvernig nafnið kom til.

„Á Englandi höfðum við annan keppinaut – Land Rover. Ég þurfti að finna nafn fyrir bílinn okkar sem hljómaði ekki síður virðulegt en þeirra keppinauta okkar. Þess vegna ákvað ég að kalla hann Land Cruiser,“ sagði Umehara en þess má geta að nafnið hafði reyndar þegar verið notað á Studebaker Land Cruiser, sem var framleiddur frá 1934 til 1954.

Fyrir venjulegt fólk

Fimm mismunandi útgáfur spruttu út frá grunni BJ. Fjarskiptabíll, ferðabíll, slökkviliðsbíll, og tveir flutningabílar. Kaupendahópurinn stækkaði óðum þar sem bílarnir hentuðu til margvíslegrar notkunar. Nafnabreytingin auðveldaði líka útflutning. Fyrsta sendingin fór til Pakistan árið 1954 og ári seinna fóru bílar til Sádi-Arabíu.

Árið 1955 var önnur kynslóðin sett á markað en það var Land Cruiser 20.
Árið 1955 var önnur kynslóðin sett á markað en það var Land Cruiser 20.

Í ágúst 1955 var kynnt önnur kynslóðin (20-serían) af Land Cruiser. Á fjórum árum hafði hann þróast frá herjeppa yfir í borgaralegt ökutæki. Breytingarnar voru verulegar. Nýi bíllinn var mun mýkri í útliti, með innfelldum framljósum og stærra farþegarými. Í gömlu gerðinni var eins og ökumaður og farþegi í framsæti væru samvaxnir tvíburar.

Styttra var milli fram- og afturhjóla sem bætti aksturseiginleika, ekki síst í beygjum. Fjöðrunin var að hluta til sótt í Toyota Crown og var jeppinn því þægilegur í akstri á vegum. Þarna var þó ekkert þjóðvegakerfi í Japan og 50 km hraði þótti spennandi. 20-serían gerði það að verkum að útflutningur stórjókst, en japanskir bílaframleiðendur voru þá orðnir stórtækir í útflutningi. Vinsældir Land Cruiser voru miklar og árið 1957 var hlutdeild jeppans í bílaútflutningi frá Japan 38,2%.

Framleiðslan jókst hratt

Þegar 40-serían kom á markað árið 1960 má segja að Japanirnir hafi farið til baka í hönnun, hann var líkari upprunalega herjeppanum en 20-serían. Kaupendur bílanna höfðu ekki mikið val og jeppinn var enn mjög hrár. En eftirspurnin var mikil.

Árið 1965 rúllaði fimm þúsundasti Land Cruiser af framleiðslulínunni og árið 1968 höfðu 100.000 jeppar verið framleiddir. Fjórum árum síðar var heildartalan komin í 200.000 eintök, á meðan sá áttahundruð þúsundasti var byggður árið 1979, skömmu eftir smávægilega andlitslyftingu sem var fyrsta breytingin í 19 ár. Árið 1975 var jeppinn í fyrsta skiptið seldur í Bretlandi. Ein milljón bíla höfðu verið framleiddar árið 1980.

Þótt japönsk framleiðsla á 40 seríu Land Cruiser hafi verið hætt árið 1986 var hún framleidd til ársins 2001. Þá lauk framleiðslu á brasilískri sérútgáfu sem var kölluð Toyota Bandeirante (50-serían). Má því segja að 40-serían hafi verið framleidd í sama útliti í 51 ár.

Toyota frumsýndi 70 seríuna af Land Cruiser árið 1984.
Toyota frumsýndi 70 seríuna af Land Cruiser árið 1984.

70-bíllinn var bylting

Toyota frumsýndi 70-seríuna árið 1984. Þessi bíll var bylting í samanburði við 40-seríuna. Nýi Krúserinn var boðinn í tveimur gerðum. Annar var hugsaður fyrir evrópskan markað og nefndist Light Duty. Hann var með allri nútímatækni. Hinn var eins konar vörubíll og nefndist Heavy Duty.

Báðar gerðir komu í ótrúlegum fjölda útgáfa og fimm vélar voru í boði, allt frá fjögurra strokka díselvél í átta strokka bensínvél með túrbínu. Vinsældir Land Cruiser jukust enn við komu 70-seríunnar.

Línurnar mýkjast

Toyota kom með 90 Krúserinn árið 1996. Hann leysti þó aðeins léttari bíllinn af en 70 Heavy Duty módelið var framleitt áfram og fékk sína fyrstu alvöru uppfærslu árið 2007, 23 árum eftir hann kom á markað.

Nýi bíllinn var mikil breyting frá eldri. Allar línur voru skyndilega orðnar mjúkar í takt við tískustrauma tíunda áratugarins. En hann var líka mun stærri og það var augljóst þegar sest var inn í gripinn. Þrátt fyrir ýmsar breytingar á undirvagni og fjöðrun voru bílarnir áfram stórgóðir við erfiðar aðstæður.

Land Cruiser 80 kom á markað 1990.
Land Cruiser 80 kom á markað 1990.

Árið 1990 varð til ný tegund af Krúsernum með tilkomu 80-bílsins. Hann var töluvert stærri og meiri lúxusbíll. Árið 1998 kom 100-bíllinn og 2007 kom 200-bíllinn á markað. Árið 2021 kom svo 300-bíllinn.

Sú breyting sem varð með hönnun 90-bílsins hélt sér næstu áratugina. Línurnar voru mjúkar.

Nánar er fjallað um málið í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild hér.